Dagana 10 - 12. september stendur yfir sýningin Sjávarútvegur 2025 (Icelandic Fishing Expo) í Laugardalshöll. Fjarðabyggðarhafnir kynna starfsemi sína þar. Fjarðabyggðarhafnir eru næst stærsta höfn landsins, með tæplega þriðjung af öllum vöruútflutningi landsins. Átta hafnir eru í rekstri í Fjarðabyggð. Þeirra á meðal eru nokkrar af stærstu fiskiskipa- og vöruflutninga- höfnum landsins.
Sýningin sem er glæsileg í alla staði samanstendur af básum frá hinum ýmsum fyrirtækjum sem á einhvern hátt tengjast þjónustu við sjávarútveg landsins.