Eskifjarðarhöfn

Eskifjarðarhöfn er stór fiski- og vöruflutningahöfn. Fimm menginbryggjur eru á Eskifirði auk smábátahafnar eru Frystihúsbryggjan, Hafskipabryggjan, Netagerðarbryggjan, Bræðslubryggjan og Olíubryggjan. Þeirra stærst er Hafskipabryggjan og eru á henni þrír viðlegukantar. Sá lengsti þeirra er 135 metra langur og er dýpi við hann 10 metrar. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti skemmtiferðaskipum í Eskifjarðarhöfn og leggjast þau að Hafskipabryggjunni. Móttökusvæði er girt af með hafnarverndargirðingu og er hægt að hafa eftirlit með allri umferð um svæðið. Ferðamenn fara um móttökuhús en akandi umferð um bílahlið. Heildarlengd bryggjukanta er 756 metrar, þar af er 130 metra kantur með 10 dýpi. Annars er dýpi 7 til 8 metrar við flesta viðlegukanta.

Hafnarvog er við Eskifjarðarhöfn þar sem að bæði er hægt að vigta með pallavog og bílavog. 

Starfræktur er fiskmarkaður á Eskifirði sem þjónustað hefur báta sem þar hafa landað.  Heildarlengd bryggjukanta er 756 metrar, þar af er 130 metra kantur með 10 dýpi. Annars er dýpi 7 til 8 metrar við flesta viðlegukanta.

Almennar upplýsingar

Hafnarheiti Eskifjarðarhöfn, Port of Eskifjordur
Hafnargerð Stór fiski- og vöruflutningahöfn
Hafnarbakkar Hafskipabryggja, Bæjarbryggja, Löndunarbryggja, Olíubryggja, Nótabryggja
Smábátahöfn
Kallrás 12
Heimilsfang Hafnargötu 7, 735 Fjarðabyggð
Póstfang Hafnargata 2, 730 Fjarðabyggð
Netfang hofnesk@fjardabyggd.is
Sími/vaktsími + 354 476 1199
Staðsetningarhnit 65°04′46”N; 14°01′42′′W
Heildarlengd bryggjukanta 756m
Innsigling Djúpur og hindrunarlaus fjörður
Hafnsöguþjónusta Skylda skipum yfir 100m að lengd
Staðsetningarhnit hafnsögu 65°01,6N 13,55w
Dráttarbátur

Dráttarbátur með 27.8t togkraft og vatnsbyssu sem afkastar 300 m3 / klst. er fáanlegur frá Reyðarfirði. Verðskrá má finn hér.

Staðartími GMT
Opnunartími Sólarhringsþjónusta allt árið
Lágmarksdýpi á fjöru >25m (82ft)
Munur flóðs og fjöru 1.7m (5.5ft)
Straumur 1,7-2 hnútar út fjörðinn
Undiralda 0m (0ft)
Hafís Enginn allt árið
Skilyrði um hæð Engin
Skilyrði vegna innsiglingar Engin
Gjaldskrá Gjaldskrá er gefinn út frá 1. janúar fyrir hvert almanaksár
Sjókort #715 Eskifjörður
Útgefandi Sjómælingar Íslands
Veffang vegna sjókorta

https://atlas.lmi.is/mapview/?application=LHG

Hafnarbakkar

Heiti Bakki Viðlegurými
Dýpt Gerð
Bæjarbryggja Ytri bakki 100m 7m Stálþil
Bæjarbryggja Innri bakki 75m 8m Harðviður
Hafskipabryggja Suðausturbakki 135m 10m Stálþil
Hafskipabryggja Suðurbakki 70m 7m Stálþil
Hafskipabryggja Vesturbakki 100m 4 - 7m Stálþil
Nótabryggja    90m 10m Stálþil
Löndunarbryggja Norðurbakki 72m 8m Stálþil
Löndunarbryggja Suðurbakki 78m 8m Stálþil
Mjöl og -olíubryggja   91m 10m Stálþil