Verkið „Leirubakki – Gatnagerð og veitulagnir“ var boðið út í apríl og hófust framkvæmdir upp úr miðjum júní. Framkvæmdum miðar vel og er allt samkvæmt áætlun, en áætluð verklok eru um miðjan október. Verkið felst í jarðvegsskiptum í götum ásamt færslu á árósi Bleiksár og vegtengingu við Eskifjarðarveg, jöfnun yfirborðs að hönnuðum hæðum og lagningu regnvatns-, vatnsveitu- og raflagna ásamt uppsetningu ljósastaura. Einnig verður yfirborð á svæðum í kringum höfnina jafnað og lagnir lagðar frá bryggju að fyrirhuguðu rafmagns- og vatnshúsi sem sett verður upp á svæðinu.